Ljúffengir og langeldaðir lambaskankar

Ljúffengir og langeldaðir lambaskankar 

Hráefnalisti
 
Fyrir 6
 
6 lambaskankar
10 gulrætur
handfylli timjan
handfylli oregano
1 rauðlaukur
3 lárviðarlauf
250 ml rauðvín
75 g smjör
3-4 msk jómfrúarolía
blóðbergssalt og pipar
 
Byrjið á því að skræla gulræturnar og sneiða niður í grófa bita. Skellið hluta af jómfrúarólíunni í pottinn, svo gulrótunum, svo rauðlauknum og loks lárviðarlaufinu.
Setjið svo lambaskankana í pottinn. Saxið niður kryddjurtirnar og dreifið yfir og í kringum lambaskankana.
Einni til tveimur handfyllum af salti var svo sáldrað yfir. 
Nóg af salti og svo pipar.
Setjið síðan nokkrar klípur af smjöri á milli lambaskankanna.
Setjið í ofnin við 180 gráður í tvo og hálfan tíma.
Það er alveg óhætt að leyfa kjötinu að hvíla í 15-20 mínútur áður en það er borið fram. Takið vökvann til hliðar til að nota í sósuna. 
 

Lambasoðsósa

Hráefnalisti

500 ml lambasoð
30 g smjör
30 g hveiti
Vökvi af kjötinu
salt og pipar
klípa af smjöri