Langeldað íslenskt-ungverskt lambagúllas með yfir holti og heiðum (frá Kryddhúsinu), papríkudufti og blóðbergi. Með kartöflumús og einföldu salati. Sælgæti! #læknirinnieldhusinu
Hráefnalisti fyrir 6
1 kg lambagúllas https://www.kjotbudin.is/vara/lamba-gullas/
1 gulur laukur
2 sellerísstangir
6 heilar gulrætur
4 hvítlauksrif
handfylli steinselja
1 msk Yfir holt og heiðar (Kryddhúsið)
2 msk papríkuduft (sætt)
1 msk papríkuduft (sterkt)
1 msk blóðberg
300 ml rauðvín
500 ml vatn
2 msk lambakraftur
salt og pipar
jómfrúarolía og smjör til steikingar
- Byrjið á að brúna kjötið að utan, setjið til hliðar
- Steikið niðurskorið grænmetið í olíu/smjöri þar til mjúkt að utan.
- Bætið kjötinu og heilum gulrótum saman við.
- Bætið kryddi saman við.
- Bætið rauðvíni saman við, sjóðið upp og sjóðið niður um helming.
- Bætið vatni og krafti samanvið og hitið að suðu.
- Setjið í 160 gráðu heitan ofn í þrjár klukkustundir.
Útbúið ekta kartöflumús – notið endilega smjör, smá rjóma, salt og pipar.
Berið fram með einföldu salati.