Heilsteikt folaldafile fyrir 5 manns
Hráefnalisti;
Folalda file 1.250gr
El Toro Loco nautakjötskrydd frá kryddhúsinu og Lækninum í eldhúsinu
Truffluolía frá Leonardi
1 sæt kartafla
10 stönglar af aspas
6 hráskinkusneiðar eða beikon
salt og pipar
1 Bernaissesósa https://www.kjotbudin.is/vara/bernaisesosa-300ml-brusi/
1 flaska Ramon Bilbao gran reserva (til að skola niður matnum)
-Fileð er kryddað með El Toro Loco
-Steikt á pönnu í 1 mín á hlið
-Sett í ofn sem að er 115gr heitur og kjarnhitamælir settur í miðja steik
-Steikin tekin út þegar hún nær 52gr í kjarnhita og hvíld í 10 mín áður en að hún er skorin. Þetta tekur ca 10-15 mín fer eftir stærð.
-Eftir það er hún skorin í ca 1 cm sneiðar og grófu salti stráð yfir.
-3-4 aspasstönglar eru vafnir inn í beikonið og steiktir á pönnu í ca 10 mín
-Sæta kartaflan er skorin í 1x1cm teninga og velt uppúr truffluolíunni og pipar, eftir það fer hún á pönnuna með aspasnum í 10-15 mín eða þar til að hún er klár.